Brunahólf ehf. sérhæfir sig í reyk- og brunaþéttingum auk annarra eldvarnarlausna sem tryggja hámarksöryggi í byggingum. Við höfum víðtæka sérfræðiþekkingu og veitum þjónustu fyrir fjölbreytt verkefni, þar á meðal heilbrigðisstofnanir, stóriðju og hótel á höfuðborgarsvæðinu og víðar.
Einnig þjónustum við smærri fyrirtæki og heimili þar sem við leggum sömuleiðis ríka áherslu á fagleg vinnubrögð, áreiðanleika og skýr samskipti.
Fyrirtækið er rekið af sérfræðingum með starfsleyfi frá HMS fyrir brunaþéttingar, brunaviðvörunarkerfi, slökkvikerfi og handslökkvitæki. Allir starfsmenn okkar hafa lokið viðeigandi námskeiðum og þjálfun og ávallt er unnið samkvæmt nýjustu reglum og alþjóðlegum stöðlum í brunavörnum.
Við leggjum einnig mikið upp úr umhverfisvænum lausnum og reynum eftir fremsta megni að notast við umhverfisvæn efni í brunaþéttingar og aðrar eldvarnarframkvæmdir, sem tryggir bæði öryggi og sjálfbærni.
Afhverju að velja okkur?
Brunaþéttingar eru ekki aðeins mikilvægar öryggisráðstafanir heldur einnig lögbundnar samkvæmt íslenskum byggingarreglugerðum. Vandaðar bruna- og reykþéttingar hægja á útbreiðslu elds og geta margfaldað þann tíma sem tekur fyrir eld að breiðast milli rýma. Þetta skiptir sköpum fyrir öryggi íbúa, starfsfólks og viðbragðsaðila.
Brunahólf ehf. starfar með fullgilt starfsleyfi frá HMS fyrir brunaþéttingar, brunaviðvörunarkerfi, slökkvikerfi og handslökkvitæki, sem tryggir að allt okkar starf er unnið samkvæmt ströngustu öryggis- og regluviðmiðum.
Reykþéttingar eru oft vanræktar en þær eru mikilvægur þáttur í brunavörnum. Helsta hættan við eldsvoða stafar af reyk, sem getur valdið tjóni á fólki, dýrum og eignum. Með réttum reykþéttingum og öðrum eldvarnarlausnum, sem falla undir leyfi okkar, er hægt að lágmarka þessa áhættu og tryggja að byggingin standist strangar öryggiskröfur.
Við sérhæfum okkur í að greina og útfæra nauðsynlegar úrbætur samkvæmt skýrslum frá HMS.
Við tryggjum að allar bruna- og reykþéttingar uppfylli viðeigandi reglugerðir.
Að loknum framkvæmdum skilum við uppfærðri skýrslu og sjáum til þess að byggingin standist öryggisúttekt með fullnægjandi brunavörnum.
Brunaþétting fyrir hámarks öryggi.
Við sérhæfum okkur í faglegri bruna- og reykþéttingu fyrir byggingar og notum einungis vottað og umhverfisvænt efni.
Rafmagnshlaupahjól hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu, oft vegna eldhættu. Til að lágmarka áhættu er mikilvægt að tryggja örugga hleðsluaðstöðu með vönduðum bruna- og reykþéttum rýmum. Þetta eykur öryggi íbúa bæði dag og nótt og dregur úr hættu á eldtjóni.