Um okkur

Um Brunahólf

Brunahólf ehf. er sérhæft fyrirtæki í reyk- og brunaþéttingum sem tryggir hámarksöryggi í byggingum.
 
Við höfum víðtæka sérfræðiþekkingu og veitum þjónustu fyrir fjölbreytt verkefni, þar á meðal heilbrigðisstofnanir, stóriðju og hótel á höfuðborgarsvæðinu og víðar.
 
Brunahólf ehf. þjónustar einnig smærri fyrirtæki og heimili og leggur ríka áherslu á fagleg vinnubrögð og skýr samskipti.
 
Fyrirtækið er rekið af sérfræðingum með starfsleyfi frá HMS, sem veitir okkur heimild til að framkvæma brunaþéttingar fyrir þriðja aðila. Öllum starfsmönnum okkar er veitt viðeigandi þjálfun og við höldum okkur stöðugt uppfærðum með nýjustu reglum og alþjóðlegum stöðlum í brunavörnum.
 
Við leggjum einnig áherslu á umhverfisvænar lausnir og notum eingöngu Svansvottuð efni í brunaþéttingar, sem tryggir bæði öryggi og sjálfbærni.

Hafa samband