Brunahólf ehf.

Sérfræðingar í brunaþéttingum

Gerum þetta rétt og vel

Brunahólf ehf. er rekið af fagmönnum með starfsleyfi frá HMS sem veitir leyfi til að brunaþétta fyrir þriðja aðila. Þar að auki hafa allir starfsmenn okkar setið viðeigandi námskeið og uppfærum við vinnuhætti okkar eftir nýjustu reglum og framförum í brunavörnum eftir alþjóðlegum stöðlum.

Brunahólf ehf. leggur áherslu á að vera umhverfisvænt fyrirtæki og eru allar þær vörur sem við notum við þéttingar Svansvottaðar enda skiptir virðing við umhverfið fyrirtækið miklu máli.

Hafa samband

Af hverju að brunaþétta?

Brunaþéttingar eru ekki bara mikilvægar öryggisráðstafanir heldur einnig skyldugar samkvæmt lögum. Vandaðar bruna- og reykþéttingar geta margfaldað þann tíma sem tekur eldinn að breiða sér milli rýma í húsum og skipt sköpum fyrir íbúa og viðbragðsaðila. Reykþéttingar eiga það til að gleymast þegar fólk kemur sér fyrir á nýju heimili en mikilvægt er að muna að helsta brunatjón á fólki, dýrum og hlutum verður vegna reykjar.

Kemst byggingin þín ekki í gegnum öryggisúttekt?

Við hjá Brunahólfi vinnum út frá skýrslum frá HMS og sinnum því sem þarf að laga eftir úttekt.

Við skilum svo lagfærðri skýrslu inn fyrir þig og sjáum til þess að byggingin komist í gegnum öryggisúttekt.

Hætturnar leynast víða

Rafmagnshlaupahjól hafa verið mikið í fréttum undanfarið, af misgóðum ástæðum. Góð regla er að bruna- og reykþétta þau rými sem hleðsla stærri raftækja fer fram til þess að tryggja öryggi íbúa, dag og nótt.